
Þrýstimeðferðir
Þrýstimeðferðir henta jafnt fyrir íþróttafólk sem og almenning. Upphaflega var meðferðin þróuð með íþróttamenn í huga en meðferðin hentar einkar vel í að minnka bjúg, auka liðleika og draga úr fótaóeirð.
Við þrýstinginn eykst flæði blóðs í gegnum útlimi og aftur upp í hjartað. Þessi hreyfing á blóðinu, sem er stöðug meðan þú ert í þrýstimeðferðinni, hjálpar til við að fjarlægja eiturefni úr vöðvunum og dregur úr bjúg eða mjólkursýru sem þú gætir hafa safnað eftir líkamsþjálfun.
Það er engin tilviljun að flestir af bestu íþróttamönnum heims nota þrýstimeðferð reglulega og hægt er að velja á milli meðferðar á fótum, höndum eða fótum&mjöðmum.
Helstu ábatar af þrýstimeðferð:
Minnkar bjúg og bólgur
Flýtir endurheimt eftir æfingar
Kemur í veg fyrir harðsperrur
Minnkar verki í vöðvum
Eykur árangur í íþróttum
Aukinn liðleiki og hreyfanleiki
Fjarlægir líkamann við mjólkursýrur og önnur efni sem safnast upp á æfingum
Minnkar vöðvaþreytu
Minnkar líkur á æðahnútum
Hefur góð áhrif á blóðrás og sogæðakerfi
Meðferðin tekur 25 mínútur. Ekki þarf að undirbúa sig sérstaklega fyrir meðferðina en gott er að vera í jogging galla.
Algengast er að íþróttafólk noti þrýstimeðferðir eftir æfingar til að flýta endurheimt, en endurheimt er mjög mikilvæg fyrir þá sem vilja ná árangri í íþróttum.